Bolungavíkurhöfn: 1005 tonn í febrúar

Tíu skip og bátar lönduðu samtals 1005 tonn í Bolungavíkurhöfn í febrúar mánuði.

Togarinn Sirrý ÍS landið 322 tonnum eftir fjórar veiðiferðir. Tveir handfærabátar lönduðu 2 tonnum og sjö línubátar veiddu samtals 670 tonn af bolfiski.

Jónína Brynja ÍS fór 20 róðra og kom með 199 tonn að landi, Fríða Dagmar ÍS aflaði 195 tonn í 19 veiðiferðum.

Einar Hálfdáns ÍS og Otur II ÍS fóru hvor um sig 14 róðara og lönduðu 80 tonnum hvor. Guðmundur Einars ÍS landaði 49 tonnum eftir 9 róðra og Indriði Einars BA frá Tálknafirði veiddi 71 tonn í fjórum veiðiferðum. Þá fór Siggi Bjartar ÍS 6 róðra og kom með 8 tonn að landi.

DEILA