Bolungavík: unnið verði samhliða að tveimur jarðgöngum á Vestfjörðum

Bæjarráð Bolungavíkurkaupstaðar ræddi drög að jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði, sem Vestfjarðastofa hefur tekið saman og sent sveitarfélögunum til umsagnar.

Bæjarráðið leggur til eftirfarandi forgangsröðun í jarðgangnaáætlun fyrir Vestfirði.

  • Göng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar
  • Göng undir Klettsháls
  • Göng undir Hálfdán
  • Af þessum valkostum er einn kostur í Samgönguáætlun 2020-2034 ( göngin milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar) og mikilvægt að fylgja þeirri stefnumörkun sem þar kemur fram.
  • Samhliða leggur bæjarráð áherslu á að Vestfjarðastofa beiti sér fyrir því að unnið verði samhliða að tveimur eða fleiri jarðgangnakostum á sama tíma á Vestfjörðum.

Tillaga bæjarráðs gengur nú til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

DEILA