Bilun Baldurs: veðrið að ganga niður og aðstæður metnar

Í tilkynningu frá Sæferðum, sem annast rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, segir að Landhelgisgæslan hafi tekið yfir aðgerðir í góðu samstarfi við áhöfn og Sæferðir. 

Nú eru á vettvangi hjá Baldri, varðskipið Þór, rannsóknarskipið Árni Friðriksson sem hefur Baldur í togi og dráttarbáturinn PHOENIX.
„Aðilar meta aðstæður nú þegar veður er að ganga niður og möguleika til að koma Baldri til hafnar.
Nánari upplýsingar þegar aðstæður skýrast enn frekar.“

Athugasemdir

athugasemdir