Bátasafn Breiðafjarðar fær styrk til endurbyggingar á súðbyrðingnum Sindra

Formninjasjóður hefur veitt félagi áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar styrkur, að upphæð 2.000.000 kr. til þess að framkvæma endurbætur á Sindra, rúmlega 7 metra löngum súðbyrðing smíðaður árið 1936 í Hvallátrum á Breiðafirði.

Ráðgert er að vinna að viðgerðinni í Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum  sumarið 2021 og mun Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari, formaður félags áhugamanna um bátassafn Breiðafjarðar (FÁBBR), stýra framkvæmd hennar.

Þetta verður upplagt tækifæri til að heimsækja Reykhóla og sjá  handverk breiðfirskra skipasmiða á lifandi safni. Nánar verður auglýst hvenær unnið verður að viðgerðunum þegar nær dregur.

DEILA