Árneshreppur fær ljósleiðara

Hótel Djúpavík. Mynd: Eva Sigurbjörnsdóttir.

Fjarskiptasjóður hefur úthlutað tveimur styrkjum til Árneshrepps til ljósleiðaravæðingar í hreppnum í ár. Annars vegar er 21,3 m.kr. til þess að leggja stofnstreng til Djúpavíkur og hins vegar eru 25,2 m.kr. til áframhaldandi ljósleiðaravæðingar þaðan og norður í Trékyllisvík og þaðan til Norðurfjarðar. Alls voru samþykkt verkefni í 13 sveitarfélögum að fjárhæð 180 m.kr. Réttur fjórðungur heildarfjárhæðarinnar fer til verkefna í Árneshreppi.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps sagði í samtali við Bæjarins besta að búið væri „að berjast fyrir þessu í svolítinn tíma svo að þetta eru frábærar fréttir.“

Frestur sveitarfélaga til að þiggja eða hafna tilboði fjarskiptasjóðs um styrki rennur út miðvikudaginn 17. mars nk. kl. 12:00. 

DEILA