Air Iceland Connect verður að Icelandair

Þriðjudaginn 16. mars verður Air Iceland Connect að Icelandair. Samþætting félaganna er liður í að efla innanlandsflugið og verður til hagsbóta fyrir farþega á margan hátt. Þar með verður Icelandair fyrsti áfangi ferðalagsins, innanlands og utan.

Vörur og þjónusta Icelandair, innanlands sem utan, verða þannig samræmdar og aðgengilegar á einum stað á www.icelandair.is

Áfangastaðir Icelandair í innanlandsflugi verða eftir sem áður Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Vestmannaeyjar.

Þeir sem uppfylla skilyrði Loftbrúar eiga áfram rétt á 40% afslætti af heildarfargjaldi fyrir áætlunarflug innanlands, til og frá höfuðborgarsvæðinu. 

Eftir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair breytist samstarf Norlandair við félagið þannig að flug á áfangastaði Norlandair verða einungis fáanleg á heimasíðu þeirra (https://www.norlandair.is/) en ekki í gegnum bókunarsíðu Icelandair. 

DEILA