Niðurstaða úr prófkjöri Framsóknar kunngerð annað kvöld

Póstkosningu Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, vegna framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar, lauk síðastliðinn föstudag.

Atkvæði eru enn að berast í pósti, en talið verður á Reykjum í Hrútafirði á morgun laugardag og niðurstaða ætti að liggja fyrir annað kvöld, að sögn Valgarðs Hilmarssonar formanns kjörstjórnar.

Valgarður segir að nákvæm kjörsókn liggi ekki fyrir, en segir það ekki koma sér á óvart að þátttaka verði um 60% en 1.995 voru á kjörskrá í prófkjörinu.

Í prófkjörinu er kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.

Tíu manns gáfu kost á sér, þar af þrír í fyrsta sæti listans; Stefán Vagn Stefánsson á Sauðárkróki, Halla Signý Kristjánsdóttir í Bolungarvík og Guðveig Lind Eyglóardóttir í Borgarnesi. Fjórir gefa kost á sér í annað sæti listans; auk Guðveigar og Höllu Signýjar, þær Lilja Rannvegi Sigurgeirsdóttir í Borgarfirði og Iða Marsibil Jónsdóttir í Vesturbyggð.

DEILA