Vestfjarðastofa

Vestfjarðastofa hefur nú verið starfandi í þrjú ár en stofnfundur Vestfjarðastofu ses var 1. desember 2017.

Undir Vestfjarðastofu heyrir skrifstofa Fjórðungssambands Vestfirðinga og verkefni á sviði atvinnu og byggðaþróunar, menningarmál og ferðaþjónusta.

Vestfjarðastofa steig fyrstu skref á árinu 2018, þau byggðu á miklu og góðu starfi forvera hennar. Verkefnin sem unnin voru á árinu 2018 voru mikilvæg því þau vörðuðu leiðina á árinu 2019. Á árinu 2020 var mikil áhersla lögð á að efla atvinnuþróunarþátt Vestfjarðastofu með samstarfi við
fyrirtæki, klasa og samtök fyrirtækja á fjölbreyttum sviðum í fjölda verkefna.

Áhersla verður áfram á árinu 2021 lögð á verkefni sem leggja grunn að frekari fjárfestingum á svæðinu, verkefni þar sem litið er til framtíðar með áherslu á nýsköpun og þróun á áherslusviðum Sóknaráætlunar Vestfjarða.

Til að markmið og áherslur Sóknaráætlunar Vestfjarða voru við gerð Sóknaráætlunar tilteknar forsendur árangurs. Þær forsendur eru til dæmis stór hagsmunamál varðandi samkeppnishæfni svæðsins svo sem vetrarþjónusta, flutningsmál raforku og fjarskiptamál. Áfram verður því þungi í hagsmunagæslu svæðsins á árinu 2021.

Árið 2019 var unnin ný Sóknaráætlun fyrir Vestfirði þar sem meðal annars er lögð rík áhersla á vöruþróun í starfandi fyrirtækjum, stafræna þróun á svæðinu og að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja á svæðinu.

DEILA