Vestfirðir: frítt í sund í dag

Í dag, miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er „Hreyfðu þig daglega“. Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!

Það er Geðhjálp sem stendur fyrir átaki á þorranum sem kallað er G-vítamín á þorra:


Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar út lífið. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt. Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Það eina sem þarf að gera er að taka þátt og nýta sér G-vítamínið, sem er ókeypis og án aukaverkana!“

Frítt er í eftirfarandi sundlaugar á Vestfjörðum:

Flateyrarlaug
Suðureyrarlaug
Sundhöll Ísafjarðar
Þingeyrarlaug
Sundlaug Bolungarvíkur
Sundlaugin Brattahlíð, Patreksfirði
Sundlaugin Bylta, Bíldudal
Sundlaugin á Birkimel, Barðaströnd
Íþróttamiðstöðin á Hólmavík
 Sundlaugin á Laugarhóli í Bjarnarfirði