Tíu gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknar í NV kjördæmi

Frestur til að skila framboðum til prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi rann út um mánaðamótin.

Póstkosning verður haldin dagana 16. febrúar til 13. mars og verður kosning bindandi um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar 25. september.

Atkvæðisrétt hafa þeir sem skráðir eru í flokkinn. Kjörstjórn hefur nú kynnt nöfn tíu einstaklinga sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Ljóst er að nú stefnir í baráttu um efstu sætin því þrír berjast um forystusæti listans og fjórir óska eftir öðru sæti.

Flokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu; þau Ásmund Einar Daðason sem nú hyggst bjóða sig fram í Reykjavík og Höllu Signýju Kristjánsdóttur sem sækist eftir öðru af tveimur efstu sætum listans. Nú blanda Stefán Vagn Stefánsson á Sauðárkróki og Guðveig Eyglóardóttir í Borgarnesi sér einnig í toppbaráttuna.

Eftirfarandi gefa kost á sér:

Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði 1. sæti

Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð 1.-2. sæti

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður í Bolungarvík 1.-2. sæti

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF 2. sæti

Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð 2.-3. sæti

Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður Blönduósi 3. sæti

Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþingi vestra 3.-4. sæti

Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki 5. sæti

Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð 5.-6. sæti

Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri frá Flatey 3.-5. sæti.

DEILA