Þrymur hyggst reisa upptökumannvirki á Suðurtanga

Þrymur ehf. vélsmiðja hefur óskað eftir lóð á Suðurtanga, Ísafirði, með aðgengi að hafnarbakka þar sem fyrirtækið áætlar að reisa upptökumannvirki fyrir báta og nætur.
Erindið hefur verið rætt að fundum hafnarstjórnar og var hafnarstjóra falið að kanna hvort möguleiki væri á að fyrirhuguð starfsemi Þryms ehf. falli að heildarverki um stækkun hafnarinnar við Sundabakka.


Þar sem umrædd lóð er á núverandi deiliskipulagi skilgreind sem gámasvæði var skipulagsfulltrúa falið að boða til fundar með umsækjanda og hafnarstjóra með það fyrir augum að finna lausn á málinu.

skýringarmynd af bátalyftu.

DEILA