Þar sem vegurinn endar

Bókin Þar sem vegurinn endar er komin út í nýrri útgáfu hjá Forlaginu.

Í bókinni segir Hrafn Jökulsson sögur frá dvöl sinni í Árneshreppi á Ströndum, en þangað fór hann fyrst átta ára gamall og hefur alltaf síðan verið tengdur sveitinni við ysta haf sterkum böndum.

Auk bernskuminninga hefur Hrafn dregið hér saman ýmsan fróðleik um mannlíf og sögu Árneshrepps frá fyrstu tíð, og sett í einstakt samhengi við
sitt eigið líf, tilfinningar og umbrot í sálinni.

DEILA