Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar

Grafísk mynd af brúnni yfir Þorskafjörð. Mynd: visir.is

Tilboð voru opnuð í morgun í þverun Þorskafjarðar. Í verkinu er nýbygging Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð og bygging 260 m langrar steyptar brúar á Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024.

Fimm tilboð bárust og voru þau öll hærri en áætlaður verktakakostnaður, sem er 2.078 milljónir króna.

Suðurverk hf. bauð 2.237 milljónir króna í verkið sem er 7,6% yfir kostnaðaráætlun.

DEILA