Sólsetrið Þingeyri: stuðningur við hugmyndina en staðsetning umdeild

Grafík af sólsetrinu frá Envralys.

Í könnun sem unnin var af ENVRALYS  dagana 5. til 15. janúar 2021, til að gefa mynd af afstöðu íbúa á Þingeyri og annara til byggingar og staðsetningar Sólsetursins í fjörunni utanvert á Þingeyrarodda gefur m.a. til kynna að íbúar á Þingeyri og í nágrenni eru fremur andvígir núverandi hugmynd um staðsetningu Sólsetursins þó þátttakendur almennt séu fremur hlynntir hugmyndinni.  Alls luku 197 einstaklingar meira en 70% af könnuninni og bárust 87 skriflegar hugmyndir að annarri staðsetningu Sólsetursins og athugasemdir. Einugis þrír af þeim 87 sem skiluðu inn skriflegum athugasemdum voru sáttir við fyrirhugaða staðsetningu.  

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Envralys.

Niðurstöður könnunarinnar hafa verið sendar skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar sem innlegg í virkt íbúalýðræði.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðar við Vallargötu 37, Þingeyri dags. 28. júlí 2020.  Í greinargerð deiliskipulagsins segir að innan lóðar sé gert ráð fyrir að reisa listaverkið Sólsetrið.  Fram kemur, skv. gögnum frá höfundi verksins, að verkið verði að hámarki 600m2 að grunnfleti og allt að 12 metra hátt.

Slóðin að niðurstöðum könnunarinnar er:

https://cdn.fbsbx.com/v/t59.2708-21/147608987_236806318121498_5892453870722380699_n.pdf/20210204-ENVRALYS-%C3%9Eingeyri-S%C3%B3lsetri%C3%B0.pdf?_nc_cat=108&ccb=3&_nc_sid=0cab14&_nc_ohc=Jun7ZQs2RfgAX9UGIzy&_nc_ht=cdn.fbsbx.com&oh=89962bd361dd34fe55e30a02ca6748d5&oe=6036B76B&dl=1

DEILA