Sæbjúgu

Sæbjúgu eru skrápdýr sem er að finna á hafsbotni um allan heim og. Til eru um 1250 tegundir og eru flestar þeirra í Kyrrahafinu.

Sæbjúgun eru með leðurkennda húð og langan líkama. Sæbjúgu eru oftast 10 til 30 cm langar en minnsta þekkta tegundin er einungis 3 mm löng og stærsta getur náð allt að 1 metra.

Líkamar þeirra eru allt frá því að vera nánast alveg kúlulaga í að vera líkt og ormar.

Fremri hluti dýrsins hefur að geyma munninn og samsvarar fremri hlutinn til afturenda dýrsins þar sem endaþarmsopið er. Líkami sæbjúganna eru nokkuð sívalur og er samhverfur á lengdarásnum. Dýrin hafa oftast pípufætur í fimm röðum eftir líkama þeirra og ná raðirnar frá munni til endaþarms, þannig geta þær hreift sig áfram á botninum.

Á fremri hluta dýrsins er munnurinn umkringdur þreifurum sem taka næringu og færa í munninn.

Sæbjúgu eru almennt hræætur sem nærast á rusli á botndýra svæði hafsins. Undantekningar eru þá með uppsjávar sæbjúgu. Mataræði flestra bjúgna samanstendur af svifi og rotnandi lífrænum efnum sem finnast í sjó. Sum staðsetja sig í straumum og taka fæðu sem flýtur framhjá þreifurum þeirra, þau geta einnig sigtað botnsetið með þeim. Aðrar tegundir geta grafið sig í set eða sand þat til þau eru alveg hulin og geta dregið þreifarana að sér ef hætta steðjar að.

Sæbjúgu þjóna mikilvægu hlutverki í vistkerfi sjávar þar sem þau hjálpa til við endurvinnslu næringarefna, brjóta niður leifar af dauðum dýrum og önnur lífrænn efni. Líkt og önnur skrápdýr hafa sæbjúgu innri beinagrind rétt fyrir innan húðina, einskonar kalk grind. Í sumum tegundum myndar þessi grind einskonar skel eða flatar plötur.

DEILA