Patrekshöfn: 731 tonna afli í janúar

Von ÍS kemur til löndunar í Patrekshöfn Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað 731 tonni af botnfiski í Patrekshöfn í janúar. Fimm línubátar lönduðu nærri 500 tonnum og einn bátur, Vestri BA, var á botntrolli og aflaði 233 tonnum í 7 veiðiferðum.

Af línubátunum var Núpur BA aflahæstur með 297 tonn. Patrekur BA landaði 202 tonnum. Þrír smærri bátar lönduði liðlega 100 tonnum. Von ÍS frá Suðureyri landaði 49 tonnum og tveir bátar frá Bíldudal lönduðu á Patreksfirði. Það voru Fönix BA með 43 tonn og Agnar BA sem landaði 14 tonnum á Patreksfirði og 5 tonnum að auki á Bíldudal.

DEILA