Ljósleiðari Hrafnseyri-Þorskafjörður kostar 211,5 m.kr.

Fram kemur í skýrslu starfshóps Utanríkisráðherra um ljósleiðaramál að það vantar nýjan ljósleiðara frá Hrafnseyri í Arnarfirði til Þorskafjarðar, 141 km vegalengd, til þess að gera nýjan ljósleiðarahring tæknilega mögulegan. Kostnaður er áætlaður 211,5 milljónir króna.

Ljósleiðari Nato, sem tekinn var í notkun 1991 hefur gengt mikilvægu hlutverki við ljósleiðaravæðingu landsins. Hann er í eigu Mannvirkjasjóðs Nato. Heildarkostnaður við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins var á þeim tíma um 2,5 milljarðar króna, þar af var hlutur Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins um 1,19 milljarðar og íslenska ríkisins um 1,31 milljarður króna.

Um er að ræða einn streng með átta ljósleiðarþráðum. Fimm þessara
þráða á Míla og notar til að byggja upp þjónustu sína á landsvísu. Hinir þrír eru á eignaskrá Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins.

Samið var við Og fjarskipti ehf. (Vodafone) um leigu á einum þræði af þremur þráðum Mannvirkjasjóðs í kjölfar útboðs. Sá samningur rennur í lok ársins.

Starfshópnum var falið að gera heildstæða úttekt og mat á jósleiðaramálum á Íslandi með tilliti til þjóðaröryggis og þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands. Í starfshópnum voru
Haraldur Benediktsson alþingismaður og formaður starfshópsins.
Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra.
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslu
Íslands í Keflavík.

Á undanförnum árum hafa verið byggð upp svæðisbundin ljósleiðarakerfi um allt land, bæði af fyrirtækjum og opinberum aðilum, oftar en ekki með ríflegum forða þráða.

Fjarskiptasjóður hefur greint fyrir starfshópinn hvar fyrirsjáanlegar eyður eru milli slíkra kerfa um landið, gert drög að lagnaleiðum og áætlað stofnkostnað. Þar kemur fram að Það þarf nýjan ljósleiðara frá Hrafnseyri til Þorskafjarðar 141 km leið sem muni kosta 211,5 milljónir króna.

Lagt til að leigja út tvo þræði

Starfshópurinn leggur til að hafinn verði formlegur undirbúningur útboðs á
tveimur af þremur ljósleiðaraþráðum Atlantshafsbandalagsins, í þágu
samkeppni á fjarskiptamarkaði, þjóðaröryggis og varnarhagsmuna.

Þá er lagt til að við fjármögnun á nauðsynlegum framkvæmdum við framtíðaruppbyggingu og endurnýjun NATO-þráða, sem ekki næst með hagkvæmum hætti á markaðsforsendum, verði horft til ráðstöfunar leigutekna umfram kostnað, vegna fyrirhugaðrar ráðstöfunar á tveimur ljósleiðaraþráðum úr ljósleiðarakerfi Atlantshafsbandalagsins, auk fjárveitinga á grundvelli fjárfestingaráætlunar og fjármálaáætlunar

DEILA