Landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar

Nemendur ásamt leiðbeinendum við Dynjanda

Nú er í gangi á vegum Umhverfisstofnunar námskeið fyrir verðandi landverði.

Í ár var námskeiðið aðlagað að fjöldatakmörkunum og það allt kennt í gegnum fundarbúnaðinn Teams.

Fyrir utan eitt skilaverkefni sem nemendur vinna saman.

Í stað þess að fá alla nemendurna á einn stað var tekin sú ákvörðun að skipta þeim í hópa eftir póstnúmerum og hittust þeir því á 4 stöðum vítt og breitt um landið. 

Nemendur hittust í Mývatnssveit, í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull, á Þingvöllum og við Dynjanda. 

DEILA