Ísafjarðarbær: Ráðning sviðsstjóra veldur vanhæfi

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók fyrir í morgun umsagnir um stöðu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Alls voru 10 umsækjendur um starfið.

Ráðgjafafyrirtæki Intellecta hefur verið ráðið til ráðgjafar um ráðninguna.
Nú þegar hefur ráðgjafi Intellecta og bæjarstjóri yfirfarið umsóknir og gögn umsækjanda og horfa til þess að taka viðtöl í vikunni 15.-19. febrúar 2021, byggt á stigagjöf samkvæmt innsendum gögnum. Gert er ráð fyrir að taka viðtöl við fimm umsækjendur.

Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar hefur lýst sig vanhæfan þegar ljóst var hverjir umsækjendur voru
vegna tengsla við einn umsækjandann og hefur sagt sig frá málinu. Gögnum í skjalakerfi hefur verið læst og eru eingöngu opiin fyrir bæjarstjóra, bæjarritara og skjalastjóra.

Þá kemur fram í fundargerð bæjarráðs að Daníel Jakobsson lýsir sig vanhæfan vegna tengsla við einn umsækjanda.

DEILA