Hlíf: Undirskriftasöfnun um sölu íbúða

Á laugardaginn hófst söfnun undirskrifta meðal íbúa sveitarfélagsins vegna áforma bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um sölu íbúða á Hlíf 1. Farið er fram á að könnun fari fram meðal bæjarbúa um viðhorf þeirra til málsins.

Söfnunin fer fram á https://is.petitions.net/sala_ibua_a_hlif_1_isafjararba?fbclid=IwAR2EGL4PMS3EZdENXUa0Bl1KGM2Kx0yY7lKlVAmnKFLjQ3arb181nYGBjLI og er Henrý Bæringsson skráður forsvarsmaður söfnunarinnar.

Í gærkvöldi höfðu 189 manns skrifað undir.

Textinn sem skrifað er undir er svohljóðandi:

„Við undirrituð, íbúar Ísafjarðarbæjar, skorum á bæjarstjórn okkar að láta fara fram könnun meðal bæjarbúa á viðhorfi þeirra til sölu íbúða á Hlíf 1.  Þessi sala var ekki rædd í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og bæjarstjórn veit því ekki vilja bæjarbúa í þessu máli.“

Í aðsendri grein á Bæjarins besta skoraði Ólafur Bjarni Halldórsson á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að undirbúa atkvæðagreiðslu á meðal íbúa bæjarins um hvort selja beri íbúðir á Hlíf I eða ekki.

Í grein sinni segir Ólafur Bjarni það eðlilegt að hugað sé að sölu eigna vegna versnandi fjárhagsstöðu sem leiðir af kórónuveirufaraldrinum en telur að sala íbúða fyrir aldraða sé viðkvæmara mál en sala annarra eigna og því sé skynsamlegt að kanna hug bæjarbúa til þess hluta sölunnar.

DEILA