Háskólasetur Vestfjarða: framhaldsrannsókn um búferlaflutninga ungs fólks á Vestfjörðum

Mánudaginn 15. febrúar, kl. 10:00, mun Erin Diane Kelly verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um þróun búferlaflutninga ungs fólks á Vestfjörðum. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi en vegna samkomutakmarkana af völdum COVID-19 getur takmarkaður fjöldi sótt viðburðinn í Háskólasetrinu. Vörnin verður einnig aðgengileg í streymi á netinu fyrir áhugasama á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Did They Stay or Did They Go? A follow-up study of youth migration trends in the Westfjords of Iceland.“

Leiðbeinandi er dr. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Prófdómari er dr. Timothy Heleniak, vísindamaður hjá Nordregio.

Í rannsókninni tekur Erin Kelly upp þráðinn úr rannsókn þeirra dr. Þórodds Bjarnasonar og dr. Þórólfs Þórlindssonar frá árinu 2006 þar sem þeir könnuðu m.a. væntingar unglinga í sjávarþorpum og sveitum til starfsmöguleika í framtíðinni. Í rannsókn tekur Erin Kelly viðtöl við hluta af þessum hópi sem nú er á fertugsaldri. Í viðtölum við þessa einstaklinga er fjallað um ákvarðanir þeirra um búsetuval; að dvelja áfram, flytja eða flytja en snúa aftur til heimahaganna síðar.

Nánari lýsingu á rannsókninni má nálgast í úrdrætti á ensku.

DEILA