Gunnar Ingiberg í prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fv. varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Gunnar er uppalinn í Stykkishólmi er búsettur í Kópavogi og stundar nám við Háskólann í Reykjavík. Hann er menntaður skipstjórnarmaður, rekur eigin smábátaútgerð og hefur hug á því að fylgja eftir sjávarútvegstefnu Pírata.

Gunnar Ingiberg var varaþingmaður kjördæmisins árið 2016 og 2017 og starfaði á löggjafarsamkundu Íslendinga í fjarveru Evu Pandóru Baldursdóttur.

Hann segir að hans helstu mál tengist öllum þeim öngum sem snerta sjávarútvegstefnu flokksins. „Ég er ötull baráttumaður fyrir hagsmunum smábátaútgerða og hef látið að mér kveða í þeim málaflokk um árabil. Ég ætla því að gefa kost á mér til þess að leiða þær umbreytingar sem flokkurinn ætlar sér í sjávarútvegsmálum.“
DEILA