Fiskiskip flest á Vestfjörðum

Samtals voru 1.561 fiskiskip á Íslandi í árslok 2020 samkvæmt skráningum hjá Samgöngustofu en voru til samanburðar 1.582 árið á undan.

Þar af voru 46 togarar, 695 vélskip og 820 opnir fiskibátar skráðir.

Flest voru fiskiskipin á Vestfjörðum þar sem þau voru 378 en fæst á Suðurlandi 76 og þar var meðalaldur fiskiskipa hæstur 52 ár. Meðalaldur fiskiskipa á Vestfjörðum var 29 ár en var lægstur á Norðurlandi eystra 23 ár.

Ef litið er til stærðar allra skipa í brúttótonnum voru rúm 34.000 brúttótonn á Austurlandi en um 10.500 á Vestfjörðum og aðeins Norðurland vestra hafði lægri tonna fjölda um 7.500.

DEILA