Verð á laxi í hækkaði mikið i lok árs.

Mikil hækkun var á verði á laxi í lok síðasta árs en verðið er þó lægra en það var í lok ár 2019.

Sam­kvæmt lax­vísi­tölu Nas­daq hækkaði meðal­verð í síðustu viku um tæp 11% og stend­ur nú í 51,49 norsk­um krón­um á kíló jafn­v­irði 776 ís­lenskra króna.

Meðal­verð á laxi hækkaði um 25,6% á síðustu fjór­um vik­um 2020, en hækk­un­in var 18,6% ef litið er til síðustu tólf vikna árs­ins.

Verð á laxi í slát­ur­stærð, sem er þrjú til sex kíló, var við lok síðustu viku 51,84 norsk­ar krón­ur, jafn­v­irði 781 ís­lenskra króna

DEILA