Tengiltvinnbílar 29,4% nýskráninga

Tengiltvinnbílar eru 29,4% nýskráninga þegar sölutölur eru skoðaðar fyrstu þrjár vikur þessa árs.

Þeir eru því álíka margir og allir nýskráðir bensín- og díselbílar sem fluttir voru inn á sama tímabli.

Alls eru nýskráningar 435 sem er um 8,8% samdráttur miðað við sama sölutímabil á síðasta ári.

Bílar til almennra notkunar eru 94,4% og rúm 5% til bíaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Flestar nýskráningar eru í Toyota, alls 73. Mitsubishi er í öðru sæti með 43 og í humátt á eftir er Kia með 42. Mercedes Benz, Volvo, Land Rover og Nissan koma í sætunum þar á eftir.

Nýskráningar í tengiltvinnbílum nema 29,4%. Hreinir rafbílar eru 21,6%. Hybrid 18,9%, dísil 15,6% og bensínbílar 14,5%.

DEILA