Suðureyri: Einar Guðnason ÍS kemur til heimahafnar í dag

Mynd: Magnús Jónsson.

Nýr Einar Guðnason ÍS 303 mun koma til heimahafnar í dag kl 15.00

Stutt athögn verður  við komu bátsins þar sem að farið verður yfir smíðasöguna og bátnum gefið nafn. Þá mun séra Fjölnir Ásbjörnsson blessa bát og áhöfn.

Forsvarsmenn Norðureyrar ehf vilja biðja fólk um að gæta að sóttvörnum ætli það sér að mæta á þessa gleðistund  Súgfirðinga, gott væri ef fólk héldi sér í bílum og ekki væri farið á svig við sóttvarnar reglur.

Þá mun báturinn verða til sýnis í tvo tíma eftir að athöfn lýkur og minnt er á fjöldatakmarkanir þar sem að ekki mega vera fleiri um borð í bátnum en 10 að meðtalinni áhöfn á hverjum tíma og að virða 2 m regluna. Grímur og spritt á staðnum.

 

DEILA