Sóttvarnarreglum breytt í dag

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um fjölda­tak­mark­an­ir ­tekur gildi frá og með deginum í dag og er henni ætlað að gilda næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar. Stærstu breytingarnar eru þær að sam­komutak­mörk verða rýmkuð í 20 manns, heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvum verður heim­ilt að halda skipu­lagða hóp­tíma með ströng skil­yrðum en skemmtistöðum, krám og spila­söl­um verður enn gert að hafa lokað.

Heil­brigðis­stofn­an­ir, hjúkr­un­ar­heim­ili og „aðrar sam­bæri­leg­ar stofn­an­ir“ eru al­mennt und­anþegn­ar ákvæðum reglu­gerðar­inn­ar en skulu setja sér regl­ur um starf­semi sína.

Reglu­gerðin gild­ir til og með 17. fe­brú­ar 2021, tveggja metra regl­unni verður viðhaldið með ákveðnum und­an­tekn­ing­um en börn fædd 2005 og síðar verða und­anþegin henni.

Skemmti­staðir, krár, spila­sal­ir verður áfram lokað en íþróttaæf­ing­ar barna og full­orðinna með eða án snert­ing­ar, í íþrótt­um inn­an sem utan ÍSÍ verða heim­il­ar að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um.

Helstu breyt­ing­arn­ar eru eft­ir­far­andi:

-Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir miðast við 20 manns.

-Skemmti­staðir, krár, spila­sal­ir og spila­kass­ar áfram lokað.

-Veit­ingastaðir: 20 manna tak­mörk og áfram óheim­ilt að hleypa nýj­um viðskipta­vin­um inn eft­ir 21 og óheim­ilt að hafa opið leng­ur en til kl. 22.

-Versl­an­ir: Regl­ur verða óbreytt­ar frá því sem nú er.

-Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvar: Starf­semi verður heim­il með ströng­um skil­yrðum. Fjöldi gesta má að há­marki vera helm­ing­ur þess sem kveðið er á um í starfs­leyfi, eða helm­ing­ur þess sem bún­ingsaðstaða ger­ir ráð fyr­ir ef gesta­fjölda er ekki getið í starfs­leyfi. Ein­ung­is er leyfi­legt að halda skipu­lagða hóp­tíma þar sem há­marks­fjöldi í hverj­um hópi eru 20 manns og gest­ir í hvern tíma skráðir. Bún­ings­klef­ar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki tal­in með í gesta­fjölda. Sótt­varna­lækn­ir mun setja fram ít­ar­leg­ar leiðbein­ing­ar um sótt­varn­ir á heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvum.

-Íþróttaæf­ing­ar: Íþróttaæf­ing­ar barna og full­orðinna verða heim­il­ar með og án snert­ing­ar inn­an- og ut­an­dyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými.

-Íþrótta­keppn­ir: Íþrótta­keppn­ir barna og full­orðinna verða heim­il­ar en án áhorf­enda.

-Skíðasvæði: Skíðasvæðum verður heim­ilt að hafa opið með tak­mörk­un­um sam­kvæmt reglu 4 í út­gefn­um regl­um skíðasvæðanna í land­inu. Í skíðalyft­um skal tryggt að þeir sem eru ein­ir á ferð þurfi ekki að deila lyftu­stól með öðrum, halda skal tveggja metra ná­lægðarmörk og sömu regl­ur gilda um grímu­notk­un og ann­ars staðar.

-Sviðslist­ir, bíó­sýn­ing­ar og aðrir menn­ing­ar­viðburðir: Á sviði mega vera allt að 50 manns á æf­ing­um og sýn­ing­um. And­lits­grím­ur skulu notaðar eins og kost­ur er og tveggja metra ná­lægðar­tak­mörk­un virt eft­ir föng­um. Sitj­andi gest­ir í sal mega vera allt að 100 full­orðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Gest­ir skulu sitja í sæt­um sem skráð eru á nafn og full­orðnir eiga að bera grímu.

-Útfar­ir: Í út­för­um verður heim­ilt að hafa 100 manns viðstadda og telj­ast börn fædd árið 2005 eða síðar ekki með í þeim fjölda. Skylt verður að bera grím­ur. Fjöldi gesta í erfi­drykkj­um verður 20 manns í sam­ræmi við al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir.

DEILA