Skólahúsið í Flatey

Skólahús var byggt í Flatey 1909 eftir teikningum Rögnvalds Ólassonar arkitekts og var það Jón Jónsson snikkari sem sá um verkið.

Samkvæmt teikningum Rögnvalds átti að hlaða húsið úr steyptum steini en í þess stað var það steypt án mikilla járnbindinga – að öðru leiti var teikningum Rögnvalds fylgt eftir.

Í skólanum voru tvær kennslustofur og var kennt í skólanum fram yfir 1950.

Byggðir voru nokkrir skólar út um land eftir sömu teikningu.
Skólinn var rifinn af grunni 1992.

Nýtt hús var byggt 2006-2007 og var reynt að fylgja yfirbragði gamla skólans eins og hægt var m.a. eru gluggar á suðurhlið og hurð á gafli eftir teikningum Rögnvalds.
Í húsinu eru nú tvær íbúðir

DEILA