Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2021

Orkubú Vestfjarða hefur birt auglýsingu  eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2021.

 

Við úthlutun styrkja verður sérstaklega horft til verkefna sem eru til eflingar vestfirsku samfélagi.  Þar getur verið um að ræða verkefni sem tengjast starfsemi björgunarsveita, íþrótta og æskulýðsstarfi, menningarstarfsemi eða listum eða tilteknum félagasamtökum.  Ávallt er reynt að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði segir í auglýsingunni.

 

Umsóknum skal skilað rafrænt með því að fylla út þetta rafræna eyðublað.

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2021.

4 m.kr. styrkir 2020

Á síðasta ári voru veittir styrkir að upphæð 4 milljónir króna til 43 verkefna. Fjárhæð einstakra styrkja var frá 50 þúsund krónur til 200 þúsund krónur.

https://www.ov.is/orkubuid/starfssemi/frettir/nanar/5232/fjorar-milljonir-i-samfelagsstyrki-ov

DEILA