Rafíþróttafélag Bolungavíkur stofnað

Nú um helgina fór fram námskeið á vegum nýstofnaðs Rafíþróttafélags Bolungarvíkur fyrir verðandi þjálfara félagsins.

Námskeiðið var haldið af RÍSÍ(Rafíþróttasambands Íslands) og Rafíþróttafélagi Bolungarvíkur .

Rafíþróttir eru í gríðarlegum vexti á heimsvísu og má nefna að iðkendafjöldi einstakra leikja er farinn að skyggja á jafnvel knattspyrnu.

Þannig má draga fram að á meðan talið er að um 250 milljón iðkendur séu í knattspyrnu á heimsvísu er iðkendafjöldi FORTNITE 350 milljónir (tölur frá maí 2020).

 

Ungmennafélag Bolungarvíkur er fyrsta ungmennafélag Vestfjarða til að hefja slíkt starf og verður gaman að fylgjast með afreksfólki framtíðar koma upp í gegnum öflugt félag sem hrundið var af stað um helgina.

DEILA