Merkir Íslendingar – Skúli Guðjónsson

Skúli Guðjóns­son fædd­ist 30. janú­ar 1903 á Ljót­unn­ar­stöðum í Hrútaf­irði, Strandasýslu. For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðjón Guðmunds­son, f. 1867, d. 1954, og Björg Andrés­dótt­ir, f. 1866, d. 1929.

Skúli ólst upp á Ljót­unn­ar­stöðum, var við nám í Sam­vinnu­skól­an­um 1927-28 og tók við búi for­eldra sinna 1936 og bjó þar til 1973. Hann missti sjón­ina 1946 en gekk þó sjálf­ur að hirðingu á sauðfé og kúm.

Hann var þjóðþekkt­ur maður á sinni tíð fyr­ir út­varps­er­indi og blaðaskrif. Þegar hann varð blind­ur hamlaði það skrif­um hans um hríð en svo lærði hann á rit­vél og gaf út sín­ar fyrstu bæk­ur eft­ir það. Eft­ir hann liggja a.m.k. sex bæk­ur og safn rit­gerða, meðal þeirra er Bréf úr myrkri frá 1961.

Skúli var vega­verk­stjóri í Bæj­ar­hreppi 1943-46, formaður Sjúkra­sam­lags Bæj­ar­hrepps 1943-46, sat í búnaðarráði 1945, formaður Verka­lýðsfé­lags Hrút­f­irðinga 1934-36 og formaður ung­menna­fé­lags­ins í Bæj­ar­hreppi í nokk­ur ár. Hann sat í flokk­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins.

Eig­in­kona Skúla var Þuríður Guðjóns­dótt­ir, f. 1908, d. 1963. Þau eignuðust fjög­ur börn. Skúli lést 20. júní 1986 á Hvammstanga.

DEILA