Kerecis ræður Mike Cadigan sem fjármálastjóra

Mike Cadigan og Guðmundur Fertram Sigurjónsson.

Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur ráðið Mike Cadigan sem fjármálastjóra (Chief Financial Officer). Cadigan hefur búið Seattle undanfarin ár og býr að 25 ára reynslu af fjármálastjórnun, þróun og fjárfestingarbankastarfsemi. Aðsetur Mike mun verða á skrifstofu Kerecis á Washington D.C. svæðinu.

Kerecis selur, framleiðir og þróar vörur unnar úr fiskroði og fitusýrum sem m.a. græða sár og verja líkamann fyrir veiru- og bakteríusmitum.

Frá árinu 2016 er Kerecis hóf rekstur í Bandaríkjunum hefur fyrirtækið meira en tvöfaldað veltu sína árlega. Skv. greiningarfyrirtækinu SmartTRAK er Kerecis það fyrirtæki sem vex hraðast á Bandaríkjamarkaði fyrir sáravörur. Vöxtur félagsins milli þriðja ársfjórðungs 2019 og 2020 var 120% og jókst markaðshlutdeild fyrirtækisins 100% á sama tíma. Kerecis er 11 stærsta fyrirtækið á sáramarkaðinum.

DEILA