Heildarafli árið 2020 var rúm ein milljón tonn

Heildarafli ársins 2020 var 1.021 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands, en það er 3% minna en árið 2019.

Rúmlega helmingur aflans var uppsjávarafli, þar af var kolmunni 244 þúsund tonn, makríll 152 þúsund tonn og síld 134 þúsund tonn.

Engin loðna veiddist árin 2019 og 2020.

Botnfiskafli árið 2020 var 463 þúsund tonn, þar af var þorskur 277 þúsund tonn en ýsa, ufsi og karfi rúm 50 þúsund tonn hver tegund.

Magn uppsjávarafla var nær óbreytt miðað við árið 2019 og magn botnfiskafla dróst saman um 4% miðað við fyrra ár.

Flatfiskafli var nær óbeyttur frá fyrra ári, eða 23 þúsund tonn. Skelfiskafli dróst saman um helming og var tæplega 5 þúsund tonn.

DEILA