Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fær nýtt fæðingarrúm

Erla Sigurjónsdóttir ljósmóðir við nýja fæðingarrúmið. Mynd: Hvest.

Fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða barst góð gjöf fyrir jólin þegar nýtt og fullkomið fæðingarrúm barst til Ísafjarðar.

Frá þessu er sagt á vefsíðu stofnunarinnar.  Þar segir að nýja rúmið sé mikil bót bæði fyrir fæðandi konur og starfsfólk. „Það auðveldar ljósmæðrum aðgengi að konunum, bætir vinnuaðstöðu og leiðir til betri líkamsbeitingu starfsfólks. Rúmið veitir síðan konum meiri hreyfanleika og sveigjanleika í fæðingu með fjölmörgum stillingarmöguleikum. Gamla rúmið var frá síðustu öld og bæði rúm og dýna orðið slitið og úr sér gengið.“

Fjölmörg félagasamtök  á norðanverðum Vestfjörðum tóku þátt í fjármagna kaupin, mörg með mjög rausnarlegum framlögum segir í fréttinni.

DEILA