Fjarfundur um brennslu úrgangs

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á opnum fjarfundi um brennslu úrgangs. Fundurinn verður haldinn n.k. mánudag 11. janúar kl. 10-12.

„Ljóst má vera að framundan eru töluverðar breytingar í úrgangsmeðhöndlun og hyggst umhverfis- og auðlindaráðherra m.a. leggja fram frumvarp um lagabreytingar á vorþingi. Einnig mun ráðherra á næstunni kynna stefnu í úrgangsmálum,“ segir í tilkynningu um fundinn.

Fundurinn fer fram í gegnum samskiptaforritið Teams og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig hér.

DEILA