Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri fær styrk fyrir fasteignagjöldum

Bæjarráð  Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að styrkja björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri árlega sem samsvarar  álögðum  fasteignagjöldum á húsnæði sveitarinnar að Oddagötu 3. Jafnframt var gerð breyting á þjónustusamningi björgunarsveitarinnar frá 2010 við bæjarfélagið og er samningurinn nú tímabundinn til fimm ára í  stað þess að vera ótímabundinn. Gildir samningurinn nú frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2025.

Fram kemur í viðaukasamningi sem kveður á um breytingarnar, að stefnt sé að áframhaldandi samstarfi að samningstíma loknum. Samningurinn er uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara.

Í þjónustusamningnum segir að björgunarsveitin taki að sér verkefni fyrir sveitarfélagið og eru tilgreind björgunaraðgerðir, fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbragðsvaktir.

DEILA