Ár frá snjóflóðunum á Flateyri og í Súgandafirði

Í dag er rétt ár liðið frá því að tvö snjóflóð féllu á Flateyri við Önundarfjörð og eitt í Súgandafirði. Mikið eignatjórn varð í flóðunum, sérstaklega á Flateyri en engin alvarleg slys á fólki.

Á vef Veðurstofu Íslands var þannig greint frá flóðunum:

Rúmmál flóðanna um 350 þúsund m³ fyrir Skollahvilftarflóðið og um 225 þúsund m³ fyrir flóðið úr Innra-Bæjargili. Hamfaraflóðið úr Skollahvilft í október 1995 var um 430 þúsund m³.

 

Snjódýpt í farvegum flóðanna á Flateyri þann 14. janúar var mæld með því að gera nákvæmt landlíkan með leysimælingu úr flygildi og bera saman við landlíkan af snjólausri hlíðinni. Meðfylgjandi kort af snjódýptinni sýnir niðurstöðu þessara mælinga, sem gerðar voru 17. og 18. janúar af starfsfólki fyrirtækjanna Svarma og Verkís fyrir Veðurstofuna. Mælingin sem kortið sýnir nær upp undir gilkjafta Skollahvilftar og Innra-Bæjargils en mælingar á upptakasvæðunum eru í vinnslu. Kortið sýnir einnig útlínur snjóflóðanna á sama svæði.

Flóðbylgja á Suðureyri

Snjóflóð féll úr gilinu ofan við Norðureyri um kl. 23:05 þann 14. janúar 2020 og var háflóð um kl. 23:15 og stórstreymi. Sjávarstaða við Suðureyri var því með hæsta móti þegar snjóflóðið féll í hlíðinni og ruddist í sjó fram. Flóðbylgjan sem ferðaðist yfir Súgandafjörð var því stærri en ella.  Hún var nógu há til að fara yfir varnargarðinn og á landi var hnédjúpur, krapablandinn sjór, sumstaðar upp á mið læri. „Fyrir áhrif varnargarðsins kastast sjór hátt í loft upp og nær jafnvel upp á glugga á efri hæð, en meginflóðbylgjan var miklu lægri.

DEILA