Áfengi og FJARSKIPTAÞJÓNUSTA DÝRUST Á ÍSLANDI

Verðlag á fjarskiptaþjónustu var 112% hærri á Íslandi árið 2019 en í Evrópusambandinu að jafnaði samkvæmt tölum frá Eurostat, hagstofu sambandsins.

Hvergi í þeim 37 löndum sem borin voru saman var verðlagið hærra.

Næst á eftir komu Noregur og Belgía þar sem verðlag var 79% og 76% hærra en að meðaltali innan sambandsins.

Sama má segja um verðalag á áfengi sem var 165% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu að jafnaði árið 2019 samkvæmt tölum frá Eurostat.

Hvergi, í þeim 37 Evrópulöndum sem borin voru saman, var verðlagið hærra eins og sést á myndinni að neðan.

DEILA