5 snjóflóð í Önundarfirði í nótt

Fimm snjóflóð féllu í Önundarfirði í nótt samkvæmt því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Öll voru þau þurr flekaflóð og fóru yfir veg.  Þrjú þeirra voru á Selabólshlíð, eitt við Innra Hvilftarhorn og það fimmta  í Bæjargili ofan neðra Breiðadals. Stærð þeirra var 2,5 – 3.

Síðustu 10 daga hafa verið tilkynnt 57 snjóflóð á Vestfjörðum.

Í gær voru skráð tvö snjóflóð í Skutulsfirði, við Funa og Kirkjubæ og tvö flóð á Patreksfirði, annað ofan Sigtúns og hitt við Vatneyri. Stærð þeirra var 2 og öll voru þau þurr flekaflóð.

Flokkun flóðanna er þannig að stærð 2 er snjóflóð sem getur grafið mann og er með 100 tonna massa og stærð 3 er snjóflóð sem getur grafið og eyðilagt fólksbíl, grafið vörubíl, skemmt hús eða eyðilagt minni byggingar og massinn er 1000 tonn.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!