Vefmyndavélar Snerpu

Snerpa ehf. rekur alhliða tölvu- og netþjónustu auk ljósleiðarakerfis á Vestfjörðum.

Stór þáttur í starfsemi félagsins er rekstur á alhliða Internetþjónustu og nær þjónustusvæði Snerpu yfir allt landið og í mörgum tilfellum víðar.
Snerpa hefur yfir að ráða einu af stærri víðnetskerfum landsins og rekur m.a. hnútpunkta í öllum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum.

Snerpa hefur jafnframt mjög öflugar tengingar við Internetið um útlandagáttir Símans, Nova og skiptistöð fyrir innanlandsumferð í Tæknigarði í Reykjavík (RIX).

Auk þessa hefur Snerpa komið upp 14 vefmyndavélum í Arnarfirði, Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði, Skutulsfirði og í Bolungarvík.

Hægt er að skoða útsendingar frá þessum stöðum með því að fara inn á https://www.snerpa.is/allt_hitt/vefmyndavelar/

DEILA