Skógræktarfélag Ísafjarðar selur Ísfirsk jólatré

Laugardaginn 12. desember frá kl. 1 til 3 eftir hádegi býðst fólki að koma í skógarreit Skógræktarfélags Ísafjarðar ofan Bræðratungu og höggva sér jólatré.

Í boði er fyrst og fremst stafafura en líka er hægt er að finna sitkagreni, gestir þurfa að hafa sög meðferðis en einnig er í boði að klippa skrautgreinar.

Komið er að svæðinu af Skógarbraut, og þarf síðan að ganga upp í reitin

Boðið verður upp á kaffi, kakó og smákökur en það þarf að hafa með sér sög.

DEILA