Reykhólar: Nýr hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð

Núna um áramótin tekur Steinunn Agnarsdóttir við starfi hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar.

Steinunn er vel kunnug á Reykhólum, hún er ættuð frá Miðjanesi og var þar í sveit í æsku og fram á unglingsár.

Auk þess vann Steinunn í Barmahlíð 3 sumur 1995 – 1997 og allt árið 1998.

Steinunn er hjúkrunarfræðingur, með gráðu í heilsuhagfræði.

Hún hefur unnið á geðdeild Borgarspítalans, við heilsugæsluna Borgir í Kópavogi, en lengst af hefur hún unnið við aðhlynningu aldraðra, gegnt stöðu deildarstjóra í 12 ár, þar af síðustu 10 ár á hjúkrunarheimilinu Mörk.

DEILA