Merkir Íslendingar – Pétur Sigurðsson

Pét­ur Sig­urðsson fædd­ist á Ísaf­irði 18. desember 1931.

For­eldr­ar hans voru Sig­urður Pét­urs­son, vél­stjóri á Ísaf­irði, og Gróa Bjarney Salómons­dótt­ir hús­freyja.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Pét­urs er Hjör­dís, fv. trygg­inga­full­trúi hjá sýslu­mann­sembætt­inu á Ísaf­irði, dótt­ir Hjart­ar Stur­laugs­son­ar og Arn­dís­ar Jón­as­dótt­ur, bænda í Fagra­hvammi við Skutuls­fjörð.

 

Börn Pét­urs og Hjör­dís­ar: Sig­urður, sagn­fræðing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari, og Edda barna­kenn­ari.

 

Pét­ur ólst upp á Ísaf­irði, stundaði sjó­mennsku frá unglings­ár­um og lauk prófi frá Vél­skóla Íslands 1960. Að því loknu starfaði hann hjá Raf­magnsveit­um rík­is­ins á Vest­fjörðum. Frá 1970 var hann starfsmaður verka­lýðsfé­lag­anna á Ísaf­irði og Alþýðusam­bands Vest­fjarða og fram­kvæmda­stjóri Alþýðuhúss­ins og Ísa­fjarðarbíós 1970-87.

 

Pét­ur var for­ystumaður í ís­lenskri verka­lýðshreyf­ingu um hálfr­ar ald­ar skeið, formaður Fé­lags járniðnaðarmanna á Ísaf­irði 1962-66 og 1968-69, vara­formaður verka­lýðsfé­lags­ins Bald­urs 1969-72 og síðan formaður þess 1974-2002, sat í stjórn Alþýðusam­bands Vest­fjarða (ASV) frá 1964 og var for­seti þess frá 1970. Með stofn­un Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga árið 2002 leysti fé­lagið af hólmi hlut­verk ASV og var Pét­ur formaður þess fé­lags til 2007.

 

Pét­ur sat í stjórn Verka­manna­sam­bands Íslands, síðar Starfs­greina­sam­bands­ins og í miðstjórn ASÍ um skeið og var formaður stjórn­ar at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs. Hann starfaði í Fé­lagi ungra jafnaðarmanna á Ísaf­irði og síðar Alþýðuflokkn­um, sat í bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðar og var varaþingmaður Alþýðuflokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1991-95.

 

Pét­ur var formaður knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vestra á Ísaf­irði 1954-77 og lék knatt­spyrnu með fé­lag­inu og úr­valsliði ÍBÍ í mörg ár.

 

Pét­ur lést 14. október 2018.

Skáð af Menningar – Staður.

DEILA