Matvælasjóður: 11 verkefni á Vestfjörðum fengu úthlutun

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs

Alls fengu ellefu verkefni í þremur flokkun stuðning Matvælasjóðs en úthlutun var tilkynnt í morgun.

Flest verkefnin voru í flokknum Báru þar sem 8 verkefni frá Vestfjörðum voru studd.

Í flokknum Kelda sem er flokkur rannsóknarverkefna hlaut Matís stuðning til tveggja verkefna þar sem vestfirskir aðilar eru samstarfsaðilar.

Í flokknum Fjársjóður, sem styður markaðssetningu afurða var eitt vestfirskt verkefni.

Þessi verkefni eru:

Bára – 21.457.000

FLAK ehf – SJOSA – Fiski og þörungasósur (Patreksfjörður)
Freysteinn Nonni Mánason: Fullvinnsla laxaafurða á Íslandi: Hvar liggja tækifæri flökunar og hliðarafurða Odda á Patreksfirði
Jamie Lai Boon Lee – Kraftur úr Hafinu /Seaweed and seafood Provisions (Reykhólar)
Fiskvinnslan Hrefna ehf – Laxgæti verður til (Flateyri)
Sýslið verkstöð ehf – Skógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind (Hólmavík)
Nordic Kelp – Afurðir úr beltisþara (Patreksfjörður)
Jake Maruli Thompson – Salmon on Seaweed (Ísafjörður / Bolungarvík)
Sæverk ehf – Viðskiptaáætlun f. tilraunaveiðar og markaðssetningu á grjótkrabba (Þingeyri)

Kelda – 46.900.000

Hér er um að ræða rannsóknarverkefni á vegum Matís með samstarfsaðila á Vestfjörðum.
Matís – Streita Laxfiska (samstarfsaðilar 3X Technology, Arctic Fish)
Matís – Verðmæt efni úr hliðarstraumum þörungavinnslu (samstarfsaðilar: Thorverk hf. Þörungaklaustur, Síldarvinnslan, ORA, HÍ)

Fjársjóður – 21.000.000

Saltverk ehf – Markaðssókn á sjálfbæru sjávarsalti frá Saltverki í USA.

Meðal þess sem lögð var áhersla á í starfsáætlun Vestfjarðastofu árið 2020 var að styðja við matvælaframleiðslu á Vestfjörðum og aðstoða við umsóknagerð í sjóði.

Það vekur athygli að forsvarsmenn tveggja af þessum styrktu verkefnum eru fyrrum nemendur Háskólaseturs Vestfjarða.

Þar eru menntaðir frumkvöðlar sem komið hafa til náms og vilja reyna fyrir sér á svæðinu, skapa verðmæti og vera hér áfram.

DEILA