Kaup og sala greiðslumarks í sauðfé

Auka innlausnarmarkaður greiðslumarks í sauðfé og úthlutun þess til umsækjenda fór fram nú í desember.

Markaðurinn var haldinn að tillögu landssamtaka sauðfjárbænda um að auka greiðslumark á markaði fyrir sauðfjárbændur.

Framkvæmdin miðast við að jafna stöðu bænda innan kerfisins þar sem greiðslumarki er beint til þeirra hópa sem framleitt hafa með minnstum opinberum stuðningi.

Til sölu á markaðnum voru 5.332 ærgildi, þar af 4.906 ærgildi sem innleyst voru á árunum 2017 og 2018.
Greiðslumark innleyst af framleiðendum voru 426 ærgildi.
Óskir um kaup voru 201 talsins og námu samtals 62.720 ærgildum.

Í heildina er hlutfall til úthlutunar 9,4% af óskum um kaup.

DEILA