Ísafjörður: Sungið á Eyri

Það er ýmislegt gert á aðventunni þó bannsett veiran hefti margar góðar hugmyndir.

Í gær gerði 6.bekkur GS við Grunnskólann á Ísafirði sér ferð upp á Hjúkrunarheimilið Eyri og söng þrjú lög fyrir utan allar deildir heimilisins.

Á leið sinni upp eftir bættist bekknum góður liðsauki þegar að skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, Bergþór Pálsson, bættist i hópinn og leiddi sönginn ásamt Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur umsjónarkennara.

Þetta var gefandi og skemmtileg stund sem allir nutu vel.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!