Ísafjörður: Nú skal Suðurtanginn hreinsaður

Umfangsmiklar framkvæmdir vegna lengingar Sundabakka eru fyrirhugaðar hjá Ísafjarðarhöfn næstu misserin.

Því þarf að hreinsa allt drasl, búnað og lausamuni af opnum svæðum á Suðurtanga.

Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir því að þeir sem eiga veiðarfæri, bátakerrur, fiskeldishringi, fiskeldisnætur og aðra lausamuni sem eru á opnum svæðum á Suðurtanga sunnan Ásgeirsgötu fjarlægi eigur sínar eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi þann 13. desember.

Að sögn Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra á hann von á því að eigendur þeirra muna sem þar eru bregðist vel við og fjarlægi þá innan þeirra tímamarka sem gefin eru. Hann tekur einnig fram að mestur hlutinn sé þarna án leyfis landeigenda.

Til stendur að hækka svæðið um 1,6 metra og er þegar búið að úthluta lóðum á svæðinu.

DEILA