Ísafjörður: Frumherja vantar stöðvarstjóra og Mast forritara

Ísafjörður

Frumherji auglýsir lausa stöðu stöðvarstjóra bifreiðaskoðunar á Ísafirði
Stöðvarstjóri er ábyrgur fyrir rekstri stöðvarinnar á Ísafirði.
Leitað er að kraftmiklum og þjónustuliprum einstaklingi í framtíðarstarf hjá gamalgrónu fyrirtæki.
Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu ásamt því að viðkomandi falli vel að góðri liðsheild fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð: Skoðun á ökutækjum og ásamt störfum í afgreiðslu.
Sveinspróf í bifvélavirkjun og góð íslenskukunnátta skilyrði.
Sigríður verkefnastjóri/starfsmannamál veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 570 9144.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á Vestfjörðum til að vinna að forritun í nýjum hugbúnaðarverkefnum í samræmi við áætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fjölgun starfa á landsbyggðinni.

Um er að ræða nýtt starf í upplýsingatækniteymi Matvælastofnunar, en teymið mótar stefnu í upplýsingatæknimálum og annast þróun hugbúnaðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
María Ragna Lúðvígsdóttir – maria.ludvigsdottir@mast.is – 5304800

DEILA