Framsókn: póstkosning í Norðvesturkjördæmi

Ásmundur Einar og Halla Signý á fundi á Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í tilkynningu frá kjörstjórn Framóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir að fram fari  póstkosning um val á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári, samkvæmt reglum flokksins þar um.

Framboðsfrestur til þátttöku í póstkostningunni rennur út þriðjudaginn 17. janúar 2021, kl. 12:00 á hádegi.

Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 2. janúar 2021.

Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Valgarðs Hilmarssonar, á netfangið vallih@centrum.is.  Formaður veitir einnig frekari upplýsingar.

Atkvæðisseðlar verða sendir út 1. febrúar og er frestur til að skila þeim inn til og með 26. febrúar.  Kosið verður um 5 efstu sæti listans.

Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum 2017, þau Ásmund Einar Daðason og Höllu Signýju Kristjánsdóttur. Alls verður kosið um 8 þingsæti í kjördæminu í næstu kosningum. Þær munu fara fram í september 2021.

 

DEILA