Ekkert Covid á Vestfjörðum

Í dag eru þrír landshlutar lausir við Covid og þar eru engir í sóttkví og verða það að teljast ánægjuleg tíðindi.

Þetta er Austurland, Vestfirðir og Norðurland eystra.

Afar mikilvægt er að fólk sem er í sóttkví virði þær reglur og fyrirmæli sem um það gildir.

Nánast daglega eru sýnatökur hjá heilsugæslunni hjá einstaklingum sem finna fyrir flensueinkennum.

Verum ánægð með hversu vel gengur á Vestfjörðum þessa dagana, að halda veirunni í skefjum.

En jafn mikilvægt að vera á varðbergi og fara eftir öllum leiðbeiningum og reglum um sóttvarnir.
Staðan getur hæglega breyst á skömmum tíma.

Og eins og sagt er svo oft, þetta er ekki alveg búið.

DEILA